Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 18:47 Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26
Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32