Of strangar reglur um Frístundakortið Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar