„Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir EES-samninginn hafa haft mjög góða hluti í för með sér fyrir neytendur. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45
Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00