Lögregla að drukkna í málum erlendra manna með fölsuð skilríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 11:33 Maðurinn var vistaður í fangageymslu eftir að hann var handtekinn um hádegisbil í gær. Vísir/hanna Mál karlmanns á þrítugsaldri sem handtekinn var í banka í miðborginni í gær með fölsuð skilríki frá Rúmeníu er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu að drukkna í slíkum málum ríkisborgara landa utan EES-sambandsins, sem framvísa fölsuðum skilríkum til þess að fá atvinnuleyfi hér á landi. Greint var frá því í gær að starfsfólk banka í miðbænum hefði óskað eftir aðstoð lögreglu um hádegisbil vegna erlends karlmanns sem framvísaði fölsuðu vegabréfi. Maðurinn reyndist eftirlýstur eftir að hafa látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.Með falsað skilríki frá Rúmeníu Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé þriðja ríkisborgari, þ.e. ríkisborgari lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Ekki sé vitað nákvæmlega hvaðan hann sé, en þó líklega frá Georgíu. „Hann er með falsað skírteini og er að reyna að fá kennitölu hérna sem EES-borgari,“ segir Jóhann Karl. Falsaða skilríkið hafi reynst rúmenskt, en Rúmenía er aðildarríki EES-samningsins. Manninum, sem er á þrítugsaldri, var vísað úr landi á sínum tíma vegna þess að hann hafði dvalið hér of lengi. Hann fór hins vegar aldrei úr landi heldur dvaldi hér áfram. Jóhann Karl segir að yfirheyrslur yfir manninum standi yfir. Verið sé að skoða hvað hann hefur fengist við á Íslandi síðan hann kom til landsins í fyrra og þá hvort farið verði með hann úr landi á næstunni.Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið. Útlendingastofnun kemur umsókninni áfram til Vinnumálastofnunar.Vísir/VilhelmLeita að betra lífi en lögin banna það Ríkisborgarar landa utan EES-sambandsins mega koma til Íslands sem ferðamenn en mega ekki dvelja lengur en þrjá mánuði í senn hér á landi. Þá mega þeir ekki vinna nema þeir fái atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun, sem kemur leyfinu áfram til Vinnumálastofnunar, en það þarf að sækja um fyrir komuna til landsins. „Trendið er núna að þeir sem eru þriðja ríkisborgarar, þeir kaupa sér fölsuð skilríki og koma hérna sem ferðamenn. Fara svo í bankann og bankinn sér um að sækja um kennitölu fyrir þá. Þegar þeir fá kennitölu geta þeir farið að vinna og fá bankareikning,“ segir Jóhann Karl. „Þetta eru menn sem eru kannski að fá eina evru á tímann í laun heima hjá sér. En þegar þeir koma hingað þá eru lágmarkslaun kannski 13 evrur. Og þeir eru að reyna að finna sér betra líf. En samkvæmt lögunum þá mega þeir ekki vera hérna.“ „Þetta er bara endalaust“ Jóhann Karl segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sinna fjölmörgum málum af þessum meiði. Þeim hafi fjölgað gríðarlega eftir að Albaníu, Georgíu, Kósóvó, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og stærstum hluta Úkraínu var bætt á lista yfir örugg upprunaríki. Þannig hafi hælisleitendur frá þessum löndum ekki fengið hæli hér á landi. Málin krefjist jafnframt mikillar og tímafrekrar vinnu af hálfu lögreglu. „Við þurfum að skoða skilríkin, þurfum að bera þau saman við ófölsuð skilríki, við þurfum að gera skýrslu um það, við þurfum að yfirheyra manninn, við þurfum að fá að vita hvað hann hefur verið að gera, á hverju hann lifir, hvar hann er búinn að búa og reyna að finna út hvað hann er búinn að vera lengi. Þetta er alveg heljarinnar vinna í einu svona máli,“ segir Jóhann Karl. „Við erum í rauninni nánast að drukkna í svona málum. Það komu tvö í gær og þrjú um helgina og þetta er bara endalaust.“ Innflytjendamál Lögreglumál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Mál karlmanns á þrítugsaldri sem handtekinn var í banka í miðborginni í gær með fölsuð skilríki frá Rúmeníu er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu að drukkna í slíkum málum ríkisborgara landa utan EES-sambandsins, sem framvísa fölsuðum skilríkum til þess að fá atvinnuleyfi hér á landi. Greint var frá því í gær að starfsfólk banka í miðbænum hefði óskað eftir aðstoð lögreglu um hádegisbil vegna erlends karlmanns sem framvísaði fölsuðu vegabréfi. Maðurinn reyndist eftirlýstur eftir að hafa látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.Með falsað skilríki frá Rúmeníu Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé þriðja ríkisborgari, þ.e. ríkisborgari lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Ekki sé vitað nákvæmlega hvaðan hann sé, en þó líklega frá Georgíu. „Hann er með falsað skírteini og er að reyna að fá kennitölu hérna sem EES-borgari,“ segir Jóhann Karl. Falsaða skilríkið hafi reynst rúmenskt, en Rúmenía er aðildarríki EES-samningsins. Manninum, sem er á þrítugsaldri, var vísað úr landi á sínum tíma vegna þess að hann hafði dvalið hér of lengi. Hann fór hins vegar aldrei úr landi heldur dvaldi hér áfram. Jóhann Karl segir að yfirheyrslur yfir manninum standi yfir. Verið sé að skoða hvað hann hefur fengist við á Íslandi síðan hann kom til landsins í fyrra og þá hvort farið verði með hann úr landi á næstunni.Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið. Útlendingastofnun kemur umsókninni áfram til Vinnumálastofnunar.Vísir/VilhelmLeita að betra lífi en lögin banna það Ríkisborgarar landa utan EES-sambandsins mega koma til Íslands sem ferðamenn en mega ekki dvelja lengur en þrjá mánuði í senn hér á landi. Þá mega þeir ekki vinna nema þeir fái atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun, sem kemur leyfinu áfram til Vinnumálastofnunar, en það þarf að sækja um fyrir komuna til landsins. „Trendið er núna að þeir sem eru þriðja ríkisborgarar, þeir kaupa sér fölsuð skilríki og koma hérna sem ferðamenn. Fara svo í bankann og bankinn sér um að sækja um kennitölu fyrir þá. Þegar þeir fá kennitölu geta þeir farið að vinna og fá bankareikning,“ segir Jóhann Karl. „Þetta eru menn sem eru kannski að fá eina evru á tímann í laun heima hjá sér. En þegar þeir koma hingað þá eru lágmarkslaun kannski 13 evrur. Og þeir eru að reyna að finna sér betra líf. En samkvæmt lögunum þá mega þeir ekki vera hérna.“ „Þetta er bara endalaust“ Jóhann Karl segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sinna fjölmörgum málum af þessum meiði. Þeim hafi fjölgað gríðarlega eftir að Albaníu, Georgíu, Kósóvó, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og stærstum hluta Úkraínu var bætt á lista yfir örugg upprunaríki. Þannig hafi hælisleitendur frá þessum löndum ekki fengið hæli hér á landi. Málin krefjist jafnframt mikillar og tímafrekrar vinnu af hálfu lögreglu. „Við þurfum að skoða skilríkin, þurfum að bera þau saman við ófölsuð skilríki, við þurfum að gera skýrslu um það, við þurfum að yfirheyra manninn, við þurfum að fá að vita hvað hann hefur verið að gera, á hverju hann lifir, hvar hann er búinn að búa og reyna að finna út hvað hann er búinn að vera lengi. Þetta er alveg heljarinnar vinna í einu svona máli,“ segir Jóhann Karl. „Við erum í rauninni nánast að drukkna í svona málum. Það komu tvö í gær og þrjú um helgina og þetta er bara endalaust.“
Innflytjendamál Lögreglumál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24