Lögregla að drukkna í málum erlendra manna með fölsuð skilríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 11:33 Maðurinn var vistaður í fangageymslu eftir að hann var handtekinn um hádegisbil í gær. Vísir/hanna Mál karlmanns á þrítugsaldri sem handtekinn var í banka í miðborginni í gær með fölsuð skilríki frá Rúmeníu er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu að drukkna í slíkum málum ríkisborgara landa utan EES-sambandsins, sem framvísa fölsuðum skilríkum til þess að fá atvinnuleyfi hér á landi. Greint var frá því í gær að starfsfólk banka í miðbænum hefði óskað eftir aðstoð lögreglu um hádegisbil vegna erlends karlmanns sem framvísaði fölsuðu vegabréfi. Maðurinn reyndist eftirlýstur eftir að hafa látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.Með falsað skilríki frá Rúmeníu Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé þriðja ríkisborgari, þ.e. ríkisborgari lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Ekki sé vitað nákvæmlega hvaðan hann sé, en þó líklega frá Georgíu. „Hann er með falsað skírteini og er að reyna að fá kennitölu hérna sem EES-borgari,“ segir Jóhann Karl. Falsaða skilríkið hafi reynst rúmenskt, en Rúmenía er aðildarríki EES-samningsins. Manninum, sem er á þrítugsaldri, var vísað úr landi á sínum tíma vegna þess að hann hafði dvalið hér of lengi. Hann fór hins vegar aldrei úr landi heldur dvaldi hér áfram. Jóhann Karl segir að yfirheyrslur yfir manninum standi yfir. Verið sé að skoða hvað hann hefur fengist við á Íslandi síðan hann kom til landsins í fyrra og þá hvort farið verði með hann úr landi á næstunni.Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið. Útlendingastofnun kemur umsókninni áfram til Vinnumálastofnunar.Vísir/VilhelmLeita að betra lífi en lögin banna það Ríkisborgarar landa utan EES-sambandsins mega koma til Íslands sem ferðamenn en mega ekki dvelja lengur en þrjá mánuði í senn hér á landi. Þá mega þeir ekki vinna nema þeir fái atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun, sem kemur leyfinu áfram til Vinnumálastofnunar, en það þarf að sækja um fyrir komuna til landsins. „Trendið er núna að þeir sem eru þriðja ríkisborgarar, þeir kaupa sér fölsuð skilríki og koma hérna sem ferðamenn. Fara svo í bankann og bankinn sér um að sækja um kennitölu fyrir þá. Þegar þeir fá kennitölu geta þeir farið að vinna og fá bankareikning,“ segir Jóhann Karl. „Þetta eru menn sem eru kannski að fá eina evru á tímann í laun heima hjá sér. En þegar þeir koma hingað þá eru lágmarkslaun kannski 13 evrur. Og þeir eru að reyna að finna sér betra líf. En samkvæmt lögunum þá mega þeir ekki vera hérna.“ „Þetta er bara endalaust“ Jóhann Karl segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sinna fjölmörgum málum af þessum meiði. Þeim hafi fjölgað gríðarlega eftir að Albaníu, Georgíu, Kósóvó, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og stærstum hluta Úkraínu var bætt á lista yfir örugg upprunaríki. Þannig hafi hælisleitendur frá þessum löndum ekki fengið hæli hér á landi. Málin krefjist jafnframt mikillar og tímafrekrar vinnu af hálfu lögreglu. „Við þurfum að skoða skilríkin, þurfum að bera þau saman við ófölsuð skilríki, við þurfum að gera skýrslu um það, við þurfum að yfirheyra manninn, við þurfum að fá að vita hvað hann hefur verið að gera, á hverju hann lifir, hvar hann er búinn að búa og reyna að finna út hvað hann er búinn að vera lengi. Þetta er alveg heljarinnar vinna í einu svona máli,“ segir Jóhann Karl. „Við erum í rauninni nánast að drukkna í svona málum. Það komu tvö í gær og þrjú um helgina og þetta er bara endalaust.“ Innflytjendamál Lögreglumál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Mál karlmanns á þrítugsaldri sem handtekinn var í banka í miðborginni í gær með fölsuð skilríki frá Rúmeníu er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu að drukkna í slíkum málum ríkisborgara landa utan EES-sambandsins, sem framvísa fölsuðum skilríkum til þess að fá atvinnuleyfi hér á landi. Greint var frá því í gær að starfsfólk banka í miðbænum hefði óskað eftir aðstoð lögreglu um hádegisbil vegna erlends karlmanns sem framvísaði fölsuðu vegabréfi. Maðurinn reyndist eftirlýstur eftir að hafa látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.Með falsað skilríki frá Rúmeníu Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé þriðja ríkisborgari, þ.e. ríkisborgari lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Ekki sé vitað nákvæmlega hvaðan hann sé, en þó líklega frá Georgíu. „Hann er með falsað skírteini og er að reyna að fá kennitölu hérna sem EES-borgari,“ segir Jóhann Karl. Falsaða skilríkið hafi reynst rúmenskt, en Rúmenía er aðildarríki EES-samningsins. Manninum, sem er á þrítugsaldri, var vísað úr landi á sínum tíma vegna þess að hann hafði dvalið hér of lengi. Hann fór hins vegar aldrei úr landi heldur dvaldi hér áfram. Jóhann Karl segir að yfirheyrslur yfir manninum standi yfir. Verið sé að skoða hvað hann hefur fengist við á Íslandi síðan hann kom til landsins í fyrra og þá hvort farið verði með hann úr landi á næstunni.Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið. Útlendingastofnun kemur umsókninni áfram til Vinnumálastofnunar.Vísir/VilhelmLeita að betra lífi en lögin banna það Ríkisborgarar landa utan EES-sambandsins mega koma til Íslands sem ferðamenn en mega ekki dvelja lengur en þrjá mánuði í senn hér á landi. Þá mega þeir ekki vinna nema þeir fái atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun, sem kemur leyfinu áfram til Vinnumálastofnunar, en það þarf að sækja um fyrir komuna til landsins. „Trendið er núna að þeir sem eru þriðja ríkisborgarar, þeir kaupa sér fölsuð skilríki og koma hérna sem ferðamenn. Fara svo í bankann og bankinn sér um að sækja um kennitölu fyrir þá. Þegar þeir fá kennitölu geta þeir farið að vinna og fá bankareikning,“ segir Jóhann Karl. „Þetta eru menn sem eru kannski að fá eina evru á tímann í laun heima hjá sér. En þegar þeir koma hingað þá eru lágmarkslaun kannski 13 evrur. Og þeir eru að reyna að finna sér betra líf. En samkvæmt lögunum þá mega þeir ekki vera hérna.“ „Þetta er bara endalaust“ Jóhann Karl segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sinna fjölmörgum málum af þessum meiði. Þeim hafi fjölgað gríðarlega eftir að Albaníu, Georgíu, Kósóvó, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og stærstum hluta Úkraínu var bætt á lista yfir örugg upprunaríki. Þannig hafi hælisleitendur frá þessum löndum ekki fengið hæli hér á landi. Málin krefjist jafnframt mikillar og tímafrekrar vinnu af hálfu lögreglu. „Við þurfum að skoða skilríkin, þurfum að bera þau saman við ófölsuð skilríki, við þurfum að gera skýrslu um það, við þurfum að yfirheyra manninn, við þurfum að fá að vita hvað hann hefur verið að gera, á hverju hann lifir, hvar hann er búinn að búa og reyna að finna út hvað hann er búinn að vera lengi. Þetta er alveg heljarinnar vinna í einu svona máli,“ segir Jóhann Karl. „Við erum í rauninni nánast að drukkna í svona málum. Það komu tvö í gær og þrjú um helgina og þetta er bara endalaust.“
Innflytjendamál Lögreglumál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24