Jafnódýrt að hringja til Hornafjarðar og til Aþenu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 18:00 Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki. Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki.
Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira