Slökkviliðsmenn björguðu manni sem féll í höfnina í Keflavík um átta leytið í kvöld. Útkallið barst slökkviliðsmönnum upp úr klukkan átta um mann sem hafði fallið í sjóinn en um tuttugu mínútu síðar höfðu slökkviliðsmenn komið honum upp á bryggjuna og inn í sjúkrabíl.
Var maðurinn með meðvitund og hafði hangið í stiga uppi við bryggjuna þegar slökkviliðsmenn mættu á vettvang. Notuðu slökkviliðsmenn við körfubíl til að sækja manninn sem er nú kominn á sjúkrahús.
