Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:05 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“ Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“
Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30