Eigandi Heimkaups steinhissa á vel heppnuðu aprílgabbi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 13:36 Á meðal þeirra miðla sem birtu frétt um kaupin voru Ríkisútvarpið, Stundin, Viðskiptablaðið og DV. Fréttirnar voru allar fjarlægðar af vefsíðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Mynd/Samsett Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur. Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur.
Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00
Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08
Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30