Afsökunarbeiðni á Facebook lykilatriði í tveggja ára nauðgunardómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2019 14:29 Salur 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rakel Karlmaður fæddur árið 1996 hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungri konu, menntaskólanema, að lokinni skemmtun á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú í janúar 2016. Konan kærði karlmanninn fyrir nauðgun í júní 2017. Krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur frá manninum sem var dæmdur til að greiða henni 1,6 milljónir króna. Dómur var kveðinn upp af Símoni Sigvaldasyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan og karlinn fóru með vinum sínum á Hendrix umrætt kvöld. Ber vitnum saman um að við lokun staðarins hafi konan verið orðin mjög ölvuð. Ákærði ók bílnum og skutlaði vinum til síns heima og svo konunni heim til sín. Var hann sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis og nýtt sér ástand hennar þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Karlinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa haft samræði við konuna á heimili sínu og munnmök sömuleiðis. Hún hafi þó verið vel áttuð á því sem fram fór og hann ítrekað spurt hana hvort hún vildi hafa samræði. Konan sendi karlinum bréf og átti í framhaldinu í samskiptum við hann þar ásamt þriðja aðila. Ákærði skýrði skilaboð sín á Facebook til konunnar og vitnisins á þann hátt að hann hefði verið að biðjast fyrirgefningar á því að konunni hefði liðið illa og að hún hefði upplifað atvik á þann hátt sem hún gerði.Vitni lýsa mikilli ölvun Unga konan lýsti atvikum á þann veg að hún hafi verið mjög ölvuð umrædda nótt og dottið út. Hún myndi slitrótt eftir atvikum. Þannig myndi hún eftir því að hafa farið út af skemmtistaðnum og inn í bifreiðina til ákærða. Hún myndi eftir sér í miðbænum og síðan ekki fyrr en heima hjá ákærða þar sem hún hafi setið í anddyrinu. Síðan myndi konan eftir sér þar sem ákærði hefði legið ofan á henni inni í rúmi og verið að hafa við hana samræði. Hún hafi dottið aftur út og vaknað síðan um morguninn. Hún hafi ekki gefið ákærða samþykki fyrir kynferðismökunum. Fyrir dóminn komu vitni sem lýstu ölvunarástandi brotaþola umrætt kvöld og umrædda nótt. Eitt vitni lýsti ástandi brotaþola þannig að hún hefði verið mjög ölvuð inni á staðnum og við það að detta út. Hafi vitnið stutt brotaþola út af staðnum. Tveir karlmenn til viðbótar voru samferða þeim í bílnum um nóttina. Þeir lýstu því að þeir hefðu verið töluvert ölvaðir sjálfir. Konan hafi einnig verið verulega ölvuð. Hjá lögreglu lýsti eitt vitnið því að konan hefði verið við það að deyja ölvunarsvefni og verið nærri því að kasta upp í bílferðinni um nóttina. Vitnið staðfesti þessa lýsingu rétta fyrir dóminum. Í niðurstöðu dómsins er sérstaklega tekið til nokkuð viðamikilla samskipta á Facebook milli konunnar og karlsins sem áttu sér stað nokkrum dögum eftir atvikið. Biðst ákærði þar ítrekað afsökunar þegar borið er á hann að hafa sofið hjá konunni þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Eins lýsir hann því ítrekað að hann vildi að hann gæti tekið þennan atburð til baka.Flosnaði upp úr menntó Dómurinn lítur til þess að vitni staðfesta fullyrðingu konunnar um ölvunarástand hennar þegar hún yfirgaf Hendrix. Framburður þessara vitna styður einnig þá staðhæfingu að hún hafi dottið meira og minna út um nóttina. Tvö vitni bera á þann veg að konan hafi verið við það að deyja ölvunarsvefni. Konan hafi verið sjálfri sér samkvæm í framburði sínum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hefur framburður hennar verið trúverðugur. Við mat á framburði ákærða er ekki unnt að líta fram hjá yfirlýsingum hans á Facebook þar sem hann biðst írekað afsökunar á framferði sínu umrætt sinn. „Verða yfirlýsingar hans þar ekki skýrðar á annan hátt en þann að hann sé að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hefði verið svo ölvuð að hún hefði ekki getað spornað við samræðinu. Aðrar skýringar ákærða á þessum samskiptum eru ótrúverðugar að mati dómsins. Þá er framburður ákærða um ölvunarástand brotaþola einnig ótrúverðugur í ljósi framburða brotaþola og hinna tilgreindu vitna sem hér að framan er vísað til,“ segir í dómnum. „Þegar til þessara atriða er litið sem hér hefur verið vísað til verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar niðurstöðu. Er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola umrætt sinn, án samþykkis hennar, og notfært sér það að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.“ Var ákærði dæmdur í tveggja ára fangelsi en tekið var tillit til dráttar á málinu sem ekki væri honum að kenna og þeirrar staðreyndar að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Þá var ákærðir dæmdur til að greiða ungu konunni 1,6 milljónir króna í bætur en miski hennar var metinn töluverður. Mikil vanlíðan hafi fylgt atvikum og þá flosnaði hún upp úr menntaskóla í kjölfar þess. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Karlmaður fæddur árið 1996 hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungri konu, menntaskólanema, að lokinni skemmtun á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú í janúar 2016. Konan kærði karlmanninn fyrir nauðgun í júní 2017. Krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur frá manninum sem var dæmdur til að greiða henni 1,6 milljónir króna. Dómur var kveðinn upp af Símoni Sigvaldasyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan og karlinn fóru með vinum sínum á Hendrix umrætt kvöld. Ber vitnum saman um að við lokun staðarins hafi konan verið orðin mjög ölvuð. Ákærði ók bílnum og skutlaði vinum til síns heima og svo konunni heim til sín. Var hann sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis og nýtt sér ástand hennar þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Karlinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa haft samræði við konuna á heimili sínu og munnmök sömuleiðis. Hún hafi þó verið vel áttuð á því sem fram fór og hann ítrekað spurt hana hvort hún vildi hafa samræði. Konan sendi karlinum bréf og átti í framhaldinu í samskiptum við hann þar ásamt þriðja aðila. Ákærði skýrði skilaboð sín á Facebook til konunnar og vitnisins á þann hátt að hann hefði verið að biðjast fyrirgefningar á því að konunni hefði liðið illa og að hún hefði upplifað atvik á þann hátt sem hún gerði.Vitni lýsa mikilli ölvun Unga konan lýsti atvikum á þann veg að hún hafi verið mjög ölvuð umrædda nótt og dottið út. Hún myndi slitrótt eftir atvikum. Þannig myndi hún eftir því að hafa farið út af skemmtistaðnum og inn í bifreiðina til ákærða. Hún myndi eftir sér í miðbænum og síðan ekki fyrr en heima hjá ákærða þar sem hún hafi setið í anddyrinu. Síðan myndi konan eftir sér þar sem ákærði hefði legið ofan á henni inni í rúmi og verið að hafa við hana samræði. Hún hafi dottið aftur út og vaknað síðan um morguninn. Hún hafi ekki gefið ákærða samþykki fyrir kynferðismökunum. Fyrir dóminn komu vitni sem lýstu ölvunarástandi brotaþola umrætt kvöld og umrædda nótt. Eitt vitni lýsti ástandi brotaþola þannig að hún hefði verið mjög ölvuð inni á staðnum og við það að detta út. Hafi vitnið stutt brotaþola út af staðnum. Tveir karlmenn til viðbótar voru samferða þeim í bílnum um nóttina. Þeir lýstu því að þeir hefðu verið töluvert ölvaðir sjálfir. Konan hafi einnig verið verulega ölvuð. Hjá lögreglu lýsti eitt vitnið því að konan hefði verið við það að deyja ölvunarsvefni og verið nærri því að kasta upp í bílferðinni um nóttina. Vitnið staðfesti þessa lýsingu rétta fyrir dóminum. Í niðurstöðu dómsins er sérstaklega tekið til nokkuð viðamikilla samskipta á Facebook milli konunnar og karlsins sem áttu sér stað nokkrum dögum eftir atvikið. Biðst ákærði þar ítrekað afsökunar þegar borið er á hann að hafa sofið hjá konunni þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Eins lýsir hann því ítrekað að hann vildi að hann gæti tekið þennan atburð til baka.Flosnaði upp úr menntó Dómurinn lítur til þess að vitni staðfesta fullyrðingu konunnar um ölvunarástand hennar þegar hún yfirgaf Hendrix. Framburður þessara vitna styður einnig þá staðhæfingu að hún hafi dottið meira og minna út um nóttina. Tvö vitni bera á þann veg að konan hafi verið við það að deyja ölvunarsvefni. Konan hafi verið sjálfri sér samkvæm í framburði sínum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hefur framburður hennar verið trúverðugur. Við mat á framburði ákærða er ekki unnt að líta fram hjá yfirlýsingum hans á Facebook þar sem hann biðst írekað afsökunar á framferði sínu umrætt sinn. „Verða yfirlýsingar hans þar ekki skýrðar á annan hátt en þann að hann sé að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hefði verið svo ölvuð að hún hefði ekki getað spornað við samræðinu. Aðrar skýringar ákærða á þessum samskiptum eru ótrúverðugar að mati dómsins. Þá er framburður ákærða um ölvunarástand brotaþola einnig ótrúverðugur í ljósi framburða brotaþola og hinna tilgreindu vitna sem hér að framan er vísað til,“ segir í dómnum. „Þegar til þessara atriða er litið sem hér hefur verið vísað til verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar niðurstöðu. Er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola umrætt sinn, án samþykkis hennar, og notfært sér það að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.“ Var ákærði dæmdur í tveggja ára fangelsi en tekið var tillit til dráttar á málinu sem ekki væri honum að kenna og þeirrar staðreyndar að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Þá var ákærðir dæmdur til að greiða ungu konunni 1,6 milljónir króna í bætur en miski hennar var metinn töluverður. Mikil vanlíðan hafi fylgt atvikum og þá flosnaði hún upp úr menntaskóla í kjölfar þess.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira