Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2019 15:56 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið. Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið.
Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira