Miðflokkurinn sækir verulega í sig veðrið Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2019 15:40 Svo virðist sem landsmenn séu að komast á þá skoðun að þingmenn Miðflokksins, sem á undaförnum vikum og mánuðum hafa verið kenndir við Klaustur, hafi verið hafðir fyrir rangri sök. visir/vilhelm Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira