Húsbílaáskorunin Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. apríl 2019 10:59 Með uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin ár hér og landi höfum við sem samfélag þurft að takast á við ýmsar óvæntar áskoranir. Má þar meðal annars nefna utanvegaakstur og ágang ferðamanna við hinar ýmsu náttúruperlur okkar. Ein slík óvænt áskorun er leiga húsbíla og ónæði sem af þeim getur stafað. Í síðasta mánuði beindi ég fyrirspurn til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um húsbíla, svokallaða Campers á ensku. Svar ráðherra sem barst í síðustu viku er um margt áhugavert. Þar kemur fram að það sé ekki fyllilega vitað hversu margar gistinætur séu í slíkum farartækjum utan hefðbundinna tjaldsvæða, en þær séu líklega á bilinu 150.000-250.000 á ári. Þannig gæti fjöldinn verið á bilinu 2-3 prósent allra gistinátta og gistináttagjald af þeim þá á bilinu 45-75 milljónir króna á ári. Þessar tölur eru þó með þeim fyrirvara að tölur um slíka gistingu eru ekki sérstaklega aðgreindar frá tjaldgistingu.Ýmsir möguleikar í stöðunni Einnig spurði ég ráðherra hvort mögulegt væri að innheimta gistináttaskatt af leigu slíkra bifreiða af bílaleigunni, það er að segja þegar bíllinn er leigður út. Í rauninni er ekkert í lögum um gistináttagjald sem hindrar það. Hins vegar er enn sem komið er gert ráð fyrir að leigjendur bílanna greiði á þeim gististöðum sem þeir gista á t.d. á tjaldstæðunum.Það hefur komið upp í umræðunni undanfarið að slíkir bílar gisti oft utan skilgreindra svæða og valdi þannig jafnvel ónæði og ama. Ef gistináttagjaldið væri innheimt af bílaleigunni væri hins vegar hægt að beina bílunum inn á hefðbundin tjaldsvæði og minnka þannig ágang á svæði utan þeirra.Ráðherra telur að starfshópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála, sem skoðar nú gjaldtöku af ferðaþjónustunni í samræmi við stjórnarsáttmála, ætti að skoða þessa leið eða sambærilegar til að innheimta gjaldið. Ég tel það vera fagnaðarefni. Slíkt væri bæði skynsamlegt fjárhagslega og einnig góð leið til að beina ferðamönnum að gististöðum þar sem gert er ráð fyrir að þeir hafi næturstað.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Með uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin ár hér og landi höfum við sem samfélag þurft að takast á við ýmsar óvæntar áskoranir. Má þar meðal annars nefna utanvegaakstur og ágang ferðamanna við hinar ýmsu náttúruperlur okkar. Ein slík óvænt áskorun er leiga húsbíla og ónæði sem af þeim getur stafað. Í síðasta mánuði beindi ég fyrirspurn til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um húsbíla, svokallaða Campers á ensku. Svar ráðherra sem barst í síðustu viku er um margt áhugavert. Þar kemur fram að það sé ekki fyllilega vitað hversu margar gistinætur séu í slíkum farartækjum utan hefðbundinna tjaldsvæða, en þær séu líklega á bilinu 150.000-250.000 á ári. Þannig gæti fjöldinn verið á bilinu 2-3 prósent allra gistinátta og gistináttagjald af þeim þá á bilinu 45-75 milljónir króna á ári. Þessar tölur eru þó með þeim fyrirvara að tölur um slíka gistingu eru ekki sérstaklega aðgreindar frá tjaldgistingu.Ýmsir möguleikar í stöðunni Einnig spurði ég ráðherra hvort mögulegt væri að innheimta gistináttaskatt af leigu slíkra bifreiða af bílaleigunni, það er að segja þegar bíllinn er leigður út. Í rauninni er ekkert í lögum um gistináttagjald sem hindrar það. Hins vegar er enn sem komið er gert ráð fyrir að leigjendur bílanna greiði á þeim gististöðum sem þeir gista á t.d. á tjaldstæðunum.Það hefur komið upp í umræðunni undanfarið að slíkir bílar gisti oft utan skilgreindra svæða og valdi þannig jafnvel ónæði og ama. Ef gistináttagjaldið væri innheimt af bílaleigunni væri hins vegar hægt að beina bílunum inn á hefðbundin tjaldsvæði og minnka þannig ágang á svæði utan þeirra.Ráðherra telur að starfshópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála, sem skoðar nú gjaldtöku af ferðaþjónustunni í samræmi við stjórnarsáttmála, ætti að skoða þessa leið eða sambærilegar til að innheimta gjaldið. Ég tel það vera fagnaðarefni. Slíkt væri bæði skynsamlegt fjárhagslega og einnig góð leið til að beina ferðamönnum að gististöðum þar sem gert er ráð fyrir að þeir hafi næturstað.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun