Ótrúleg tilviljun réði því að upp komst um tilraun tölvuþrjóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 14:32 Háskólinn á Akureyri. f Frettablaðið/Pjetur Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira