17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 00:26 Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira