Skyldi ekki afskrifa ÍR og Þór Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. apríl 2019 13:30 Það mun mikið mæða á leikmönnum ÍR í baráttu við Hlyn Bæringsson inni í teignum. Fréttablaðið/sigtryggur ari Eftir stutta hvíld er komið að næsta leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í kvöld þegar ríkjandi bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar taka á móti ÍR sem sló Njarðvík óvænt út á mánudaginn. Á morgun er svo komið að fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn þar sem Þórsarar reyna að verða fyrsta liðið í sex ár til að slá KR út í úrslitakeppninni. Eftir standa tvö sigursælustu liðin í karlaflokki, KR sem hefur unnið titilinn sautján sinnum og ÍR með fimmtán titla ásamt Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. „Fyrsti leikurinn er alltaf mikil skák þegar andstæðingarnir setjast við borðið og bregðast við aðgerðum hvor annars. Þar þreifa liðin hvort á öðru fyrir einvígið sjálft og það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson sem Fréttablaðið ræddi við um komandi einvígi. Garðbæingar hafa unnið alla þrjá leikina gegn ÍR í vetur sannfærandi og verða að teljast líklegri aðilinn enda ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. „Leikmannahópur Stjörnunnar er það sterkur að leikmennirnir yrðu að ég held fyrir vonbrigðum ef þeir dyttu út í undanúrslitunum,“ segir Friðrik, aðspurður hvort pressan sé á Stjörnunni. „Það væri glapræði hjá Stjörnunni að vanmeta ÍR og kæruleysi verður ekki liðið hjá þjálfarateyminu. Það væri sterkt hjá Stjörnunni að byrja af krafti og reyna að grípa ÍR-inga í bólinu. ÍR er nýkomið úr þvílíku fimm leikja einvígi og það er oft erfitt að koma úr slíkum leikjum. Stjarnan getur náð frumkvæðinu í einvíginu strax í kvöld,“ segir Friðrik sem hefur hrifist af ÍR-ingum. „Þetta ÍR lið er skemmtilega óútreiknanlegt. Þeir eru baráttuglaðir og mæta ef til vill trylltir til leiks strax í fyrsta leikinn. Það gæti hentað þeim að það sé stutt á milli leikja. Þeir geta byggt á góðu hlutunum frá leikjunum gegn Njarðvík þar sem það var gott jafnvægi í leik liðsins í vörn og sókn. Sóknarleikurinn er fjölbreytilegur með Sigurð, Matthías og Kevin. Það verða frábærir einstaklingar að kljást út um allan völl.“ Aðspurður tók Friðrik undir að breiddin væri meiri hjá Stjörnunni. „Þeir eru með meiri breidd og vel samsett lið sem þekkir það að kreista út sigra. Eftir komu Brandons Rozzell hafa þeir ekki tapað mörgum leikjum og líta heilt yfir vel út. Þessi lið hafa oft mæst á undanförnum árum og það hefur verið hiti í þessum leikjum. Þetta verður spennandi einvígi.“Kinu Rochford hefur verið frábær í liði Þórs í vetur. Fréttablaðið/ernirÍ seinna einvíginu mæta Þórsarar KR eftir að hafa unnið magnaðan sigur á Tindastól á mánudaginn. „Ég benti mönnum á það snemma í vetur að gleyma ekki KR. Þeir lentu í vandræðum en eru með mikla breidd. Hávaxna og spræka leikmenn í öllum stöðum, mikla reynslu og kunnáttu í bland. Það eru karakterar í þessu liði sem taka því sem hvatningu og stíga upp þegar þeir eru afskrifaðir. Að mínu mati er KR sigurstranglegra en það skyldi enginn afskrifa Þór. Baldur hefur unnið magnað afrek með þetta lið,“ sagði Friðrik um hið magnaða afrek Þórsara sem luku leiknum gegn Stólunum á 18-3 spretti sem skilaði sigrinum. „Þórsarar gefast aldrei upp og það hefur einkennt liðið síðustu ár. Þetta var líka svona þegar Baldur var leikmaður liðsins undir stjórn Benedikts og síðar Einars Árna. Emil Karel og Halldór Garðar eru gott dæmi um leikmenn sem þrífast á þessu.“ Óvíst er hver staðan er á Kinu Rochford sem var haltrandi í leikjunum gegn Stólunum. „Ég vona, þeirra vegna, að meiðsli Kinu séu ekki alvarleg. Það er heilmikið spunnið í hann en það mun reyna gríðarlega mikið á hann gegn KR í þessu einvígi. KR er með marga leikmenn sem geta barist við stóru leikmenn Þórs inn í teignum en það má ekki gleyma að Þór er með frábæra bakvarðasveit, Nikolas Tomsick hefur verið stórkostlegur í vetur. Þór er sýnd veiði en ekki gefin og þetta verður annað áhugavert einvígi, hvernig liðin mátast við hvort annað.“ Aðspurður sagði Friðrik ekki hægt að afskrifa Þór og ÍR eftir afrekið sem liðin unnu í 8-liða úrslitunum þar sem ÍR og Þór lentu 0-2 undir en unnu þrjá leiki í röð og fóru áfram. „Það er alveg líklegt að KR og Stjarnan mætist í úrslitum, ég taldi líklegt að þau myndu mætast í undanúrslitunum en það skyldi enginn afskrifa hvorki ÍR né Þór í þessum einvígjum. Það sem þessi lið gerðu í átta liða úrslitunum og það á sama degi var magnað,“ segir Friðrik Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Eftir stutta hvíld er komið að næsta leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í kvöld þegar ríkjandi bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar taka á móti ÍR sem sló Njarðvík óvænt út á mánudaginn. Á morgun er svo komið að fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn þar sem Þórsarar reyna að verða fyrsta liðið í sex ár til að slá KR út í úrslitakeppninni. Eftir standa tvö sigursælustu liðin í karlaflokki, KR sem hefur unnið titilinn sautján sinnum og ÍR með fimmtán titla ásamt Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. „Fyrsti leikurinn er alltaf mikil skák þegar andstæðingarnir setjast við borðið og bregðast við aðgerðum hvor annars. Þar þreifa liðin hvort á öðru fyrir einvígið sjálft og það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson sem Fréttablaðið ræddi við um komandi einvígi. Garðbæingar hafa unnið alla þrjá leikina gegn ÍR í vetur sannfærandi og verða að teljast líklegri aðilinn enda ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. „Leikmannahópur Stjörnunnar er það sterkur að leikmennirnir yrðu að ég held fyrir vonbrigðum ef þeir dyttu út í undanúrslitunum,“ segir Friðrik, aðspurður hvort pressan sé á Stjörnunni. „Það væri glapræði hjá Stjörnunni að vanmeta ÍR og kæruleysi verður ekki liðið hjá þjálfarateyminu. Það væri sterkt hjá Stjörnunni að byrja af krafti og reyna að grípa ÍR-inga í bólinu. ÍR er nýkomið úr þvílíku fimm leikja einvígi og það er oft erfitt að koma úr slíkum leikjum. Stjarnan getur náð frumkvæðinu í einvíginu strax í kvöld,“ segir Friðrik sem hefur hrifist af ÍR-ingum. „Þetta ÍR lið er skemmtilega óútreiknanlegt. Þeir eru baráttuglaðir og mæta ef til vill trylltir til leiks strax í fyrsta leikinn. Það gæti hentað þeim að það sé stutt á milli leikja. Þeir geta byggt á góðu hlutunum frá leikjunum gegn Njarðvík þar sem það var gott jafnvægi í leik liðsins í vörn og sókn. Sóknarleikurinn er fjölbreytilegur með Sigurð, Matthías og Kevin. Það verða frábærir einstaklingar að kljást út um allan völl.“ Aðspurður tók Friðrik undir að breiddin væri meiri hjá Stjörnunni. „Þeir eru með meiri breidd og vel samsett lið sem þekkir það að kreista út sigra. Eftir komu Brandons Rozzell hafa þeir ekki tapað mörgum leikjum og líta heilt yfir vel út. Þessi lið hafa oft mæst á undanförnum árum og það hefur verið hiti í þessum leikjum. Þetta verður spennandi einvígi.“Kinu Rochford hefur verið frábær í liði Þórs í vetur. Fréttablaðið/ernirÍ seinna einvíginu mæta Þórsarar KR eftir að hafa unnið magnaðan sigur á Tindastól á mánudaginn. „Ég benti mönnum á það snemma í vetur að gleyma ekki KR. Þeir lentu í vandræðum en eru með mikla breidd. Hávaxna og spræka leikmenn í öllum stöðum, mikla reynslu og kunnáttu í bland. Það eru karakterar í þessu liði sem taka því sem hvatningu og stíga upp þegar þeir eru afskrifaðir. Að mínu mati er KR sigurstranglegra en það skyldi enginn afskrifa Þór. Baldur hefur unnið magnað afrek með þetta lið,“ sagði Friðrik um hið magnaða afrek Þórsara sem luku leiknum gegn Stólunum á 18-3 spretti sem skilaði sigrinum. „Þórsarar gefast aldrei upp og það hefur einkennt liðið síðustu ár. Þetta var líka svona þegar Baldur var leikmaður liðsins undir stjórn Benedikts og síðar Einars Árna. Emil Karel og Halldór Garðar eru gott dæmi um leikmenn sem þrífast á þessu.“ Óvíst er hver staðan er á Kinu Rochford sem var haltrandi í leikjunum gegn Stólunum. „Ég vona, þeirra vegna, að meiðsli Kinu séu ekki alvarleg. Það er heilmikið spunnið í hann en það mun reyna gríðarlega mikið á hann gegn KR í þessu einvígi. KR er með marga leikmenn sem geta barist við stóru leikmenn Þórs inn í teignum en það má ekki gleyma að Þór er með frábæra bakvarðasveit, Nikolas Tomsick hefur verið stórkostlegur í vetur. Þór er sýnd veiði en ekki gefin og þetta verður annað áhugavert einvígi, hvernig liðin mátast við hvort annað.“ Aðspurður sagði Friðrik ekki hægt að afskrifa Þór og ÍR eftir afrekið sem liðin unnu í 8-liða úrslitunum þar sem ÍR og Þór lentu 0-2 undir en unnu þrjá leiki í röð og fóru áfram. „Það er alveg líklegt að KR og Stjarnan mætist í úrslitum, ég taldi líklegt að þau myndu mætast í undanúrslitunum en það skyldi enginn afskrifa hvorki ÍR né Þór í þessum einvígjum. Það sem þessi lið gerðu í átta liða úrslitunum og það á sama degi var magnað,“ segir Friðrik Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn