840 milljónir til að stytta bið eftir mikilvægum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 09:53 Frá Landspítalanum við Hringbraut. Vísir/vilhelm Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira