Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV.
Sigurður var einnig fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum hingað til lands.
Í ákærunni segir að konan hafi svikið 53 milljónir undan skatti á meðan hún var stjórnandi fyrirtækisins og stjórnarmaður um skeið. Þar af eru rúmar þrjátíu og tvær milljónir vegna þess að fyrirtækið stóð ekki skil á virðisaukaskatti.
Þá bætist við þetta 21 milljón króna í opinberum gjöldum sem fyrirtækið á að hafa haldið eftir af launum starfsmanna og ekki skilað inn til ríkissjóðs.
Sigurður dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrotin
Sigurður var dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri fyrirtækisins SS verks í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. desember í fyrra.Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs.
Sigurði var gefið að sök að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum í störfum sínum fyrir SS Verk. Það átti hann að hafa gert með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga, gerða út á fyrirtækið TG smíðar sem nú er gjaldþrota.
Auk þess var Sigurður talinn hafa vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna.