Lægð væntanleg um miðja viku en „vorstemning“ eftir helgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:49 Búast er við stífri austanátt með talsverðri rigningu um miðja viku. Vísir/vilhelm Lítil breyting verður á veðrinu næstu daga, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Áfram má búast við austlægri átt og bjartviðri vestan- og norðanlands en þungbúnara veðri suðaustanlands, skýjað og stöku skúrir eða él. „Dægursveiflan er talsverð, þar sem hiti nær allt að 9 stigum yfir hádaginn en fer víða niður fyrir frostmark að næturlagi einkum þar sem er léttskýjað og hægur vindur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í dag er svo svokallaður grár dagur á höfuðborgarsvæðinu. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu og er því búist við svifryksmengun yfir heilsufarsmörkum við stórar umferðaræðar. Því býður Strætó borgarbúum upp á frían dagspassa í Strætóappinu í dag og er fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir 'gráum degi“ á morgun og miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk Strætó mun bjóða fólki að sækja frían dagspassa í Strætóappinu. Passinn birtist undir 'Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. pic.twitter.com/E80qsbwSvN— Strætó (@straetobs) April 7, 2019 Þá mun „fyrirstöðuhæðin“ sem liggur norðaustur af landinu gefa eftir um miðja vikuna. Fyrir vikið verður komin stíf austanátt með talsverðri rigningu í lok vikunnar. Þá er einnig útlit fyrir vætusama helgi. Þegar rýnt er í næstu viku, dymbilviku, eru svo vísbendingar um að hæðarsvæði nái aftur yfirhöndinni kringum landið „með tilheyrandi vorstemningu“.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag og miðvikudag:Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á N- og V-landi, annars skýjað og stöku skúrir eða él SA-lands. Hiti 2 til 9 stig, en víða næturfrost, einkum á N-verðu landinu. Á fimmtudag:Suðaustan 5-13, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og rigning SA-til, en bjartviðri N-lands. Hiti 4 til 10 stig að deginum. Á föstudag:Gengur í suðaustan 10-18, hvassast SV-lands. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Milt veður. Á laugardag:Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og skúrir eða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag (pálmasunnudagur):Suðvestlæg átt með skúrum en léttir til fyrir austan. Kólnandi. Veður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Lítil breyting verður á veðrinu næstu daga, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Áfram má búast við austlægri átt og bjartviðri vestan- og norðanlands en þungbúnara veðri suðaustanlands, skýjað og stöku skúrir eða él. „Dægursveiflan er talsverð, þar sem hiti nær allt að 9 stigum yfir hádaginn en fer víða niður fyrir frostmark að næturlagi einkum þar sem er léttskýjað og hægur vindur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í dag er svo svokallaður grár dagur á höfuðborgarsvæðinu. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu og er því búist við svifryksmengun yfir heilsufarsmörkum við stórar umferðaræðar. Því býður Strætó borgarbúum upp á frían dagspassa í Strætóappinu í dag og er fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir 'gráum degi“ á morgun og miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk Strætó mun bjóða fólki að sækja frían dagspassa í Strætóappinu. Passinn birtist undir 'Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. pic.twitter.com/E80qsbwSvN— Strætó (@straetobs) April 7, 2019 Þá mun „fyrirstöðuhæðin“ sem liggur norðaustur af landinu gefa eftir um miðja vikuna. Fyrir vikið verður komin stíf austanátt með talsverðri rigningu í lok vikunnar. Þá er einnig útlit fyrir vætusama helgi. Þegar rýnt er í næstu viku, dymbilviku, eru svo vísbendingar um að hæðarsvæði nái aftur yfirhöndinni kringum landið „með tilheyrandi vorstemningu“.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag og miðvikudag:Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á N- og V-landi, annars skýjað og stöku skúrir eða él SA-lands. Hiti 2 til 9 stig, en víða næturfrost, einkum á N-verðu landinu. Á fimmtudag:Suðaustan 5-13, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og rigning SA-til, en bjartviðri N-lands. Hiti 4 til 10 stig að deginum. Á föstudag:Gengur í suðaustan 10-18, hvassast SV-lands. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Milt veður. Á laugardag:Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og skúrir eða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag (pálmasunnudagur):Suðvestlæg átt með skúrum en léttir til fyrir austan. Kólnandi.
Veður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira