Rík ábyrgð á herðum Martins Hjörvar Ólafsson skrifar 9. apríl 2019 11:30 Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin. Getty/Alexander Pohl Martin Hermannsson verður í stóru hlutverki hjá Alba Berlin sem mætir Valencia í úrslitum Evrópubikarsins í körfubolta. Einvígið hefst í dag en hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að hampa titlinum. Martin Hermannsson og liðsfélagar hans hjá þýska liðinu Alba Berlin leika til úrslita í Evrópubikarnum í körfubolta en andstæðingur liðsins þar er spænska liðið Valencia. Martin hefur leikið einkar vel á sínu fyrsta keppnis-tímabili með Berlínarliðinu en auk þess að vera komið í úrslit á þessum vettvangi tapaði liðið á sárgrætilegan hátt í úrslitaleik þýsku bikar-keppninnar fyrr á leiktíðinni og er í toppbaráttu í þýsku deildinni.Þetta er í annað skipti sem Alba Berlin fer í úrslit keppninnar en liðið laut í lægra haldi fyrir einmitt Valencia vorið 2010. Valencia er öllu reynslumeira á þessu sviði en þetta er sjötti úrslitaleikur spænska liðsins í keppninni. Liðið hefur þrisvar sinnum farið með sigur af hólmi og tvisvar tapað í úrslitum. Alba Berlin bætir upp fyrir reynsluleysið með því að hafa afar reynslumikinn mann í brúnni. Það er hinn 72 ára gamli Aito Garcia Reneses sem er í brúnni en hann hefur þjálfað marga af bestu leikmönnum Evrópu og Martin ber honum afar vel söguna. Segir hann mikinn kennara og hafsjó af fróðleik um körfubolta. Þá sé hann snillingur í að stilla spennustigið rétt fyrir jafna, spennandi og mikilvæga leiki.Getty/Alexander PohlMartin hefur blómstrað undir stjórn Reneses en hann hefur skipt sköpum í leikjum liðsins í vetur og sýnt stáltaugar á lokamínútum í mikilvægum leikjum liðsins. Vegna forfalla í leikstjórnendasveit liðsins verður ábyrgðin, sem var mikil fyrir, enn meira á hans herð-um í komandi leikjum í baráttunni um Evrópubikarinn. „Það er auðvitað gríðarlega spenna sem fylgir því að fara í svona stóra leiki, en það er kannski það jákvæða við mig að ég er lítið að pæla í því hversu umfangsmiklir og stórir þessir leikir eru. Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar leikur og það er kannski ekki fyrr en eftir að ég spila svona leiki að ég fer að hugsa um hversu þýðingarmiklir leikirnir eru. Ég er vanur því að spila undir pressu og þannig líður mér best. Ég ákvað það strax og ég kom hingað að mig langaði til að bera ábyrgð á því að liðinu gengi vel og það hræðir mig ekkert að vera með boltann í höndunum þegar mikið er undir og það sé undir mér komið hvort að liðið vinni eða tapi,“ segir Martin sem frá unga aldri hefur verið í lykilhlut-verki í þeim liðum sem hann hefur leikið með. „Það hefur verið leitað til mín á ögurstundum í vetur og það er viðbúið að ég verði í stóru hlutverki í leikjunum gegn Valencia. Það eru forföll í leikstjórnandastöðunni hjá okkur þar sem einn af þeim er meiddur og annar má ekki spila þar sem hann hefur spilað með öðru liði í Evrópubikarnum fyrr á leiktíðinni. Ég fékk hvíld í deildarleiknum okkar um helgina til þess að búa mig undir það að spila í allt að 40 mínútur í þessum þremur leikjum. Það hefur verið mikið álag á okkur undanfarið en næstu daga getum við einbeitt okkur alfarið að leikjunum við Valencia,“ segir hann um komandi verkefni en leikið verður í Valencia í dag, Berlín á föstudaginn og svo aftur í Valencia á mánudaginn kemur ef þess þarf.Getty/Alexander Pohl„Ég mun þar af leiðandi vera í róteringunni bæði sem fyrsti leik-stjórnandi og í bakvarðasveitinni og ég hlakka mikið til að axla þessa miklu ábyrgð. Valencia er á svipuðum stað og Malaga í spænsku deildinni og við slógum Malaga út í átta liða úrslitum keppninnar. Ég held að þetta sé bara 50/50 leikur þar sem bæði lið eiga jafna möguleika á að vinna. Það var auðvitað stefnan hjá okkur sjálfum að fara alla leið en við erum að koma öðrum á óvart með að vera komnir svona langt. Keppnin er mjög sterk að þessu sinni og ég er mjög stoltur af að eiga möguleika á að vinna hana,“ segir þessi hæfileikaríki Vesturbæingur sem getur bæst í hóp með fyrrverandi liðsfélaga sínum, Jóni Arnóri Stefánssyni, sem er eini Íslendingurinn sem hefur borið sigur úr býtum í keppninni. „Það er mikil stemming fyrir þessum leikjum í Berlín og ég finn það vel hjá stuðningsmönnum okkar að það er spenna fyrir heimaleiknum á föstudaginn kemur. Vonandi náum við að vinna í kvöld til þess að geta klárað þetta fyrir framan okkar fólk í höllinni okkar. Foreldrar mínir, systkini og systir mömmu verða á svæðinu í heimaleiknum okkar og þá hafa þó nokkrir Íslendingar sett sig í samband við mig með það í huga að fá miða á leikinn í Berlín,“ segir landsliðsmaðurinn augljóslega spenntur.Getty/Alexander Pohl Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Martin Hermannsson er í þeirri ótrúlegu stöðu að vera spila mikilvægan leik örfáum metrum frá vellinum þar sem Ísland mætir Andorra í undankeppni EM 2020 í kvöld. 22. mars 2019 19:15 Martin í undanúrslit Euro Cup KR-ingurinn er kominn í undanúrslit Evrópukeppninnar eftir oddaleik í Berlín í kvöld. 13. mars 2019 20:06 Sjáðu Martin og félaga fagna í miðjum hópi stuðningsmanna Alba Berlín Martin Hermannsson og liðsfélagi hans í Alba Berlín spiluðu betur upp liðsfélaganna en nokkur annar. 14. mars 2019 13:00 Sjáðu snilldarkörfuna hjá Martin sem gerði út um leikinn um helgina Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu 69-66 útisigur í spennuleik í þýsku deildinni um helgina. 1. apríl 2019 22:30 Martin og félagar komnir í úrslit Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin eru komnir í úrslitaleik Euro Cup eftir sex stiga sigur á MoraBanc Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:20 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
Martin Hermannsson verður í stóru hlutverki hjá Alba Berlin sem mætir Valencia í úrslitum Evrópubikarsins í körfubolta. Einvígið hefst í dag en hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að hampa titlinum. Martin Hermannsson og liðsfélagar hans hjá þýska liðinu Alba Berlin leika til úrslita í Evrópubikarnum í körfubolta en andstæðingur liðsins þar er spænska liðið Valencia. Martin hefur leikið einkar vel á sínu fyrsta keppnis-tímabili með Berlínarliðinu en auk þess að vera komið í úrslit á þessum vettvangi tapaði liðið á sárgrætilegan hátt í úrslitaleik þýsku bikar-keppninnar fyrr á leiktíðinni og er í toppbaráttu í þýsku deildinni.Þetta er í annað skipti sem Alba Berlin fer í úrslit keppninnar en liðið laut í lægra haldi fyrir einmitt Valencia vorið 2010. Valencia er öllu reynslumeira á þessu sviði en þetta er sjötti úrslitaleikur spænska liðsins í keppninni. Liðið hefur þrisvar sinnum farið með sigur af hólmi og tvisvar tapað í úrslitum. Alba Berlin bætir upp fyrir reynsluleysið með því að hafa afar reynslumikinn mann í brúnni. Það er hinn 72 ára gamli Aito Garcia Reneses sem er í brúnni en hann hefur þjálfað marga af bestu leikmönnum Evrópu og Martin ber honum afar vel söguna. Segir hann mikinn kennara og hafsjó af fróðleik um körfubolta. Þá sé hann snillingur í að stilla spennustigið rétt fyrir jafna, spennandi og mikilvæga leiki.Getty/Alexander PohlMartin hefur blómstrað undir stjórn Reneses en hann hefur skipt sköpum í leikjum liðsins í vetur og sýnt stáltaugar á lokamínútum í mikilvægum leikjum liðsins. Vegna forfalla í leikstjórnendasveit liðsins verður ábyrgðin, sem var mikil fyrir, enn meira á hans herð-um í komandi leikjum í baráttunni um Evrópubikarinn. „Það er auðvitað gríðarlega spenna sem fylgir því að fara í svona stóra leiki, en það er kannski það jákvæða við mig að ég er lítið að pæla í því hversu umfangsmiklir og stórir þessir leikir eru. Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar leikur og það er kannski ekki fyrr en eftir að ég spila svona leiki að ég fer að hugsa um hversu þýðingarmiklir leikirnir eru. Ég er vanur því að spila undir pressu og þannig líður mér best. Ég ákvað það strax og ég kom hingað að mig langaði til að bera ábyrgð á því að liðinu gengi vel og það hræðir mig ekkert að vera með boltann í höndunum þegar mikið er undir og það sé undir mér komið hvort að liðið vinni eða tapi,“ segir Martin sem frá unga aldri hefur verið í lykilhlut-verki í þeim liðum sem hann hefur leikið með. „Það hefur verið leitað til mín á ögurstundum í vetur og það er viðbúið að ég verði í stóru hlutverki í leikjunum gegn Valencia. Það eru forföll í leikstjórnandastöðunni hjá okkur þar sem einn af þeim er meiddur og annar má ekki spila þar sem hann hefur spilað með öðru liði í Evrópubikarnum fyrr á leiktíðinni. Ég fékk hvíld í deildarleiknum okkar um helgina til þess að búa mig undir það að spila í allt að 40 mínútur í þessum þremur leikjum. Það hefur verið mikið álag á okkur undanfarið en næstu daga getum við einbeitt okkur alfarið að leikjunum við Valencia,“ segir hann um komandi verkefni en leikið verður í Valencia í dag, Berlín á föstudaginn og svo aftur í Valencia á mánudaginn kemur ef þess þarf.Getty/Alexander Pohl„Ég mun þar af leiðandi vera í róteringunni bæði sem fyrsti leik-stjórnandi og í bakvarðasveitinni og ég hlakka mikið til að axla þessa miklu ábyrgð. Valencia er á svipuðum stað og Malaga í spænsku deildinni og við slógum Malaga út í átta liða úrslitum keppninnar. Ég held að þetta sé bara 50/50 leikur þar sem bæði lið eiga jafna möguleika á að vinna. Það var auðvitað stefnan hjá okkur sjálfum að fara alla leið en við erum að koma öðrum á óvart með að vera komnir svona langt. Keppnin er mjög sterk að þessu sinni og ég er mjög stoltur af að eiga möguleika á að vinna hana,“ segir þessi hæfileikaríki Vesturbæingur sem getur bæst í hóp með fyrrverandi liðsfélaga sínum, Jóni Arnóri Stefánssyni, sem er eini Íslendingurinn sem hefur borið sigur úr býtum í keppninni. „Það er mikil stemming fyrir þessum leikjum í Berlín og ég finn það vel hjá stuðningsmönnum okkar að það er spenna fyrir heimaleiknum á föstudaginn kemur. Vonandi náum við að vinna í kvöld til þess að geta klárað þetta fyrir framan okkar fólk í höllinni okkar. Foreldrar mínir, systkini og systir mömmu verða á svæðinu í heimaleiknum okkar og þá hafa þó nokkrir Íslendingar sett sig í samband við mig með það í huga að fá miða á leikinn í Berlín,“ segir landsliðsmaðurinn augljóslega spenntur.Getty/Alexander Pohl
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Martin Hermannsson er í þeirri ótrúlegu stöðu að vera spila mikilvægan leik örfáum metrum frá vellinum þar sem Ísland mætir Andorra í undankeppni EM 2020 í kvöld. 22. mars 2019 19:15 Martin í undanúrslit Euro Cup KR-ingurinn er kominn í undanúrslit Evrópukeppninnar eftir oddaleik í Berlín í kvöld. 13. mars 2019 20:06 Sjáðu Martin og félaga fagna í miðjum hópi stuðningsmanna Alba Berlín Martin Hermannsson og liðsfélagi hans í Alba Berlín spiluðu betur upp liðsfélaganna en nokkur annar. 14. mars 2019 13:00 Sjáðu snilldarkörfuna hjá Martin sem gerði út um leikinn um helgina Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu 69-66 útisigur í spennuleik í þýsku deildinni um helgina. 1. apríl 2019 22:30 Martin og félagar komnir í úrslit Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin eru komnir í úrslitaleik Euro Cup eftir sex stiga sigur á MoraBanc Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:20 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Martin Hermannsson er í þeirri ótrúlegu stöðu að vera spila mikilvægan leik örfáum metrum frá vellinum þar sem Ísland mætir Andorra í undankeppni EM 2020 í kvöld. 22. mars 2019 19:15
Martin í undanúrslit Euro Cup KR-ingurinn er kominn í undanúrslit Evrópukeppninnar eftir oddaleik í Berlín í kvöld. 13. mars 2019 20:06
Sjáðu Martin og félaga fagna í miðjum hópi stuðningsmanna Alba Berlín Martin Hermannsson og liðsfélagi hans í Alba Berlín spiluðu betur upp liðsfélaganna en nokkur annar. 14. mars 2019 13:00
Sjáðu snilldarkörfuna hjá Martin sem gerði út um leikinn um helgina Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu 69-66 útisigur í spennuleik í þýsku deildinni um helgina. 1. apríl 2019 22:30
Martin og félagar komnir í úrslit Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin eru komnir í úrslitaleik Euro Cup eftir sex stiga sigur á MoraBanc Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:20