Fær sendar myndir af óskemmdum mat í gámum oft í viku Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 16:15 Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, segir markmiðið vera að auka meðvitund neytenda um sóun. Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar. Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar.
Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52
Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30