Fær sendar myndir af óskemmdum mat í gámum oft í viku Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 16:15 Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, segir markmiðið vera að auka meðvitund neytenda um sóun. Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar. Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar.
Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52
Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“