Fær sendar myndir af óskemmdum mat í gámum oft í viku Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 16:15 Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, segir markmiðið vera að auka meðvitund neytenda um sóun. Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar. Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar.
Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52
Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30