Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 15:39 Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og tilmælum til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi. Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi.
Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira