Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 15:39 Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og tilmælum til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi. Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi.
Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira