Morðinginn í Christchurch kvartar undan illri meðferð í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 23:15 Maðurinn sést hér leiddur fyrir dómara í Christchurch þann 16. mars síðastliðinn. Dómstóll fyrirskipaði að andlit mannsins skyldi afmáð á öllum myndum sem teknar eru af honum í dómsal. Getty/Mark Mitchell-Pool Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19