Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 12:42 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur gagnrýnt verðskrár bankanna. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir. Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir.
Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21