Segir lobbíista eldismanna hamast á löggjafarvaldinu Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2019 12:46 Jón Kaldal telur litla von til þess að væntanleg lög um fiskeldi fái faglega afgreiðslu á Alþingi, hagsmunagæslufólk eldisfyrirtækja sjái til þess. Nordicphotos/Getty Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur þá sem tala fyrir auknu sjókvíaeldi hér við land skauta fram hjá stærstu spurningunni sem brennur á þeim sem vilja vernda íslenska laxastofninn. „Í Noregi er lagt blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski,“ segir Jón í samtali við Vísi.Segir skautað markvisst hjá lykilspurningunni Jón segir jafnframt að hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna tjaldi nú öllu til í þrýstingi sínum á Hafrannsóknastofnun og löggjafarvaldið. Hann bendir á fund sem boðað hefur verið til á morgun, segir þar nokkra af helstu almannatengslastofum landsins ásamt lögmannsstofunni Lex starfa fyrir iðnaðinn, efna til kynningar fyrir fjölmiðla. Jón vill reyndar hafa orðið „kynning“ innan gæsalappa en þar standi til að fjalla um áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem er þeim mikill þyrnir í augum.Dagskrá kynningarfundarins umrædda sem fram fer á morgun.„Athyglisvert er að engum fulltrúa Hafrannsóknastofnunar er boðið til þessa viðburðar. Þau sem sitja fyrir svörum eru öll á vegum sjókvíaeldisins með einum eða öðrum hætti. Þar á meðal er Þorleifur Ágústsson sem tók þátt í að skipuleggja för atvinnuveganefndar Alþingis til Noregs á dögunum.“Laxastofnar annarra landa bannaðir í Noregi Jón segir að meðal umræðuefnis fundarins eigi að vera áhættumatið sem norsk yfirvöld styðjast við í umgjörðinni um sjókvíaeldi. „Verður fróðlegt að heyra hvernig þessi fundur ætlar að komast fram hjá því að í Noregi er notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi bannað.Jón Kaldal segir að skautað sé hjá því markvisst og meðvitað að Norðmenn noti ekki laxastofna frá öðrum löndum í sitt eldi en hér sé það varla rætt.Án þess að ræða þá staðreynd er umræða um norska áhættumatið vita tilgangslaus. Ár er nú liðið frá því síðast var látið reyna á þetta bann en þá ítrekaði norska umhverfisráðuneytið að ekki kæmi til greina að flytja inn skosk-norsk laxahrogn. „(Villti stofninn í Noregi) hefur nú þegar orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá norskum eldislaxi sem hefur sloppið úr eldi. Erfðablöndun við framandi gen munu auka þessi neikvæðu áhrif,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs þegar bannið var staðfest í fyrra.“ Jón Kaldal segir að á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tali um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láti þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Jón segir að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar verndunarsinna vegna þessa. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur þá sem tala fyrir auknu sjókvíaeldi hér við land skauta fram hjá stærstu spurningunni sem brennur á þeim sem vilja vernda íslenska laxastofninn. „Í Noregi er lagt blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski,“ segir Jón í samtali við Vísi.Segir skautað markvisst hjá lykilspurningunni Jón segir jafnframt að hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna tjaldi nú öllu til í þrýstingi sínum á Hafrannsóknastofnun og löggjafarvaldið. Hann bendir á fund sem boðað hefur verið til á morgun, segir þar nokkra af helstu almannatengslastofum landsins ásamt lögmannsstofunni Lex starfa fyrir iðnaðinn, efna til kynningar fyrir fjölmiðla. Jón vill reyndar hafa orðið „kynning“ innan gæsalappa en þar standi til að fjalla um áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem er þeim mikill þyrnir í augum.Dagskrá kynningarfundarins umrædda sem fram fer á morgun.„Athyglisvert er að engum fulltrúa Hafrannsóknastofnunar er boðið til þessa viðburðar. Þau sem sitja fyrir svörum eru öll á vegum sjókvíaeldisins með einum eða öðrum hætti. Þar á meðal er Þorleifur Ágústsson sem tók þátt í að skipuleggja för atvinnuveganefndar Alþingis til Noregs á dögunum.“Laxastofnar annarra landa bannaðir í Noregi Jón segir að meðal umræðuefnis fundarins eigi að vera áhættumatið sem norsk yfirvöld styðjast við í umgjörðinni um sjókvíaeldi. „Verður fróðlegt að heyra hvernig þessi fundur ætlar að komast fram hjá því að í Noregi er notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi bannað.Jón Kaldal segir að skautað sé hjá því markvisst og meðvitað að Norðmenn noti ekki laxastofna frá öðrum löndum í sitt eldi en hér sé það varla rætt.Án þess að ræða þá staðreynd er umræða um norska áhættumatið vita tilgangslaus. Ár er nú liðið frá því síðast var látið reyna á þetta bann en þá ítrekaði norska umhverfisráðuneytið að ekki kæmi til greina að flytja inn skosk-norsk laxahrogn. „(Villti stofninn í Noregi) hefur nú þegar orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá norskum eldislaxi sem hefur sloppið úr eldi. Erfðablöndun við framandi gen munu auka þessi neikvæðu áhrif,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs þegar bannið var staðfest í fyrra.“ Jón Kaldal segir að á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tali um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láti þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Jón segir að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar verndunarsinna vegna þessa.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41
Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13