Forsætisráðherra hefur þungar áhyggjur af stöðunni í kjaraviðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:57 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðhrera, hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira