Dæmd til að greiða tæpar 11 milljónir í bætur vegna leyndra galla á húsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 10:14 Dómurinn var birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands í gær. fbl/eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað. Árborg Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað.
Árborg Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira