Dæmd til að greiða tæpar 11 milljónir í bætur vegna leyndra galla á húsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 10:14 Dómurinn var birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands í gær. fbl/eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað. Árborg Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað.
Árborg Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira