Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:31 Frá fundinum í morgun áður en fjölmiðlabannið var sett á. vísir/vilhelm Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn hófst klukkan 10 og var spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu áður en fundurinn hófst. Núna rétt fyrir klukkan hálfellefu bað skrifstofustjóri ríkissáttasemjara fjölmiðla um að yfirgefa húsið því breytt fyrirkomulag yrði á fundinum. Að öllu óbreyttu skella verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á á miðnætti í kvöld. Er áætlað að þau standi í sólarhring. Mjakist hins vegar eitthvað hjá sáttasemjara í dag gæti verkföllum verið frestað. Það hefur verið stál í stál í kjaradeilunni undanfarnar vikur en í febrúar slitu verkalýðsfélögin viðræðum við SA og hófu undirbúning verkfallsaðgerða. Þrátt fyrir viðræðuslit heldur þó samtalið áfram og hefur ríkissáttasemjari heimild til þess að boða aðila til fundar á tveggja vikna fresti og er fundurinn í dag boðaður samkvæmt því. Síðasti fundur aðila var því fyrir tveimur vikum.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn hófst klukkan 10 og var spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu áður en fundurinn hófst. Núna rétt fyrir klukkan hálfellefu bað skrifstofustjóri ríkissáttasemjara fjölmiðla um að yfirgefa húsið því breytt fyrirkomulag yrði á fundinum. Að öllu óbreyttu skella verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á á miðnætti í kvöld. Er áætlað að þau standi í sólarhring. Mjakist hins vegar eitthvað hjá sáttasemjara í dag gæti verkföllum verið frestað. Það hefur verið stál í stál í kjaradeilunni undanfarnar vikur en í febrúar slitu verkalýðsfélögin viðræðum við SA og hófu undirbúning verkfallsaðgerða. Þrátt fyrir viðræðuslit heldur þó samtalið áfram og hefur ríkissáttasemjari heimild til þess að boða aðila til fundar á tveggja vikna fresti og er fundurinn í dag boðaður samkvæmt því. Síðasti fundur aðila var því fyrir tveimur vikum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27