Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. mars 2019 07:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“