Saklaus af því að reyna að slasa keppinaut sinn á svellinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:15 Mariah Bell slapp með refsingu en hún er ekki vinsæl í Suður-Kóreu. Getty/Matthew Stockman Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira
Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong
Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira