Saklaus af því að reyna að slasa keppinaut sinn á svellinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:15 Mariah Bell slapp með refsingu en hún er ekki vinsæl í Suður-Kóreu. Getty/Matthew Stockman Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong
Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira