Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:01 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. Ljósmyndin var tekin fyrir skömmu þegar atkvæðagreiðsla um verkfall fór fram. vísir/vilhelm Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05