Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Sigurður Mikael Jónsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. mars 2019 08:30 Frá upphafi göngu nemenda við Hagaskóla í gær vísir/vilhelm Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48