Margar tilkynningar um verkfallsbrot Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. mars 2019 07:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05
Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00