Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2019 20:15 Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira