Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 22:44 Mikil slagsíða er á skipinu. EPA/Svein Ove Ekornesvag Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag. Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Sjá meira
Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag.
Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Sjá meira
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16