Sjá einnig: Hellisheiðin lokuð
„Þetta er á einbreiðum stað rétt fyrir ofan skíðaskálabrekkuna og það er opið þarna á milli, það er hægt að keyra upp á heiðina lengra þar sem að Orkuveitan er, og þar kemur bíll og ekur í veg fyrir olíuflutningabílinn og til þess að forða árekstri þá varð hann að keyra útar,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu skömmu fyrir hádegi í dag.
„En það vildi nú þannig að hann hélt stjórn á bílnum og hann er á hjólunum, fór ekki á hliðina. Það er bara unnið að því núna að dæla eldsneyti á milli yfir á annan bíl og ekki alveg vitað hvað það tekur langan tíma,“ segir Pétur.
