Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2019 19:55 Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins. AP/Cliff Owen Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta, eða bandamenn hans ekki hafa verið í vitorði með Rússum í tengslum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Þetta kemur fram í samantekt sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi þingmönnum fyrir skömmu. Rússarannsókninn svokölluðu er nú lokið og Barr segir að engar fleiri ákærur verði lagðar fram. Í bréfinu segir Barr að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Samkvæmt Barr neitaði Mueller að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Þess í stað tók hann saman margar yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að koma veg fyrir gang réttvísinnar. Barr segir Mueller taka sérstaklega fram að sú niðurstaða hans að leggja ekki mat á hvort ákæra eigi forsetann, sé hvorki til marks um sekt hans eða sakleysi. Ráðherrann segir enn fremur að hann og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, hafi komist að þeirri niðurstöður að sönnunargögn Mueller myndu ekki duga til að sakfella forsetann fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Hann segir þá ákvörðun ekki byggja á þeirri reglu Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Hann segist einnig vera meðvitaður um mikilvægi gagnsæis í tengslum við rannsókn Mueller og hann ætli að opinbera eins mikið af skýrslu rannsakands eins og lög og reglur leyfi honum.William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Sait Serkan GurbuzUmfangsmikil rannsókn Í bréfi Barr segir að Mueller hafi ráðið 19 lögmenn í Teymi sitt og þeir hafi verið aðstoðaðir af um 40 útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), greinendum leyniþjónusta, endurskoðenda og annarra sérfræðinga. Þeir lögðu fram rúmlega 2.800 stefnur, framkvæmdu nærri því 500 húsleitir, fengu rúmlega 230 samskiptagögn og rætt við um 500 vitni. Þá voru á fjórða tug einstaklinga ákærðir vegna rannsóknarinnar og þar af eru margir Rússar, sem tengjast leyniþjónustum Rússlands, og fyrrverandi kosningastjóri forsetans, aðstoðarkosningastjóri hans, ráðgjafi og þjóðaröryggisráðgjafi.Sjá einnig: Bandamenn, ráðgjafar og Rússar - Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi með markvissum hætti reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Þá með tölvuárásum og áróðri. Áróðurinn var framkvæmdur af „Tröllaverksmiðu“ Rússa í St. Pétursborg, sem kallast Internet Research Agency eða IRA. Starfsmenn IRA sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eina og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, og fölsk einkenni til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hófst starfsemi þeirra ekki seinna en árið 2014.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Starfsmenn leyniþjónusta Rússlands gerðu framkvæmdu einnig tölvuárásir í Bandaríkjunum með því markmiði að koma höndum yfir og dreifa upplýsingum til að hafa áhrif á kosningarnar. Þar á meðal er árás þeirra á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þaðan náðu þeir miklu magni tölvupósta sem birtir voru af Wikileaks.No Collusion, No Obstruction, Complete and Total EXONERATION. KEEP AMERICA GREAT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 24, 2019Fyrirsjáanleg viðbrögð Fyrstu viðbrögð við samantekt Barr eru nokkuð fyrirsjáanleg. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, segir Mueller ekki hafa fundið vísbendingar um samráð né að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar, sem er ekki rétt. Hún segir þó að Barr og Rosenstein hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetinn hefi ekki reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar og endar á því að Trump hafi verið hreinsaður af allri sök. Það er rauði þráðurinn í viðbrögðum stuðningsmanna Trump. Að forsetinn hafi verið hreinsaður af sök og nú sé hægt að kveða þennan draug sem Rússarannsóknin sé niður. Demókratar segja hins vegar að nauðsynlegt sé að öll skýrsla Mueller verði gerð opinber. Það sé eina leiðin til að fá lausn í málið og einhverjir þingmenn hafa gefið í skyn að Barr sé ekki treystandi fyrir samantekt úr skýrslunni. Barr var nýlega skipaður dómsmálaráðherra eftir að Trump rak Jeff Sessions. Trump hafði lengi verið reiður út í Sessions fyrir að hafa sagt sig frá Rússarannsókninni.Special Counsel Mueller worked for 22 months to determine the extent to which President Trump obstructed justice. Attorney General Barr took 2 days to tell the American people that while the President is not exonerated, there will be no action by DOJ. — (((Rep. Nadler))) (@RepJerryNadler) March 24, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber. 23. mars 2019 22:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta, eða bandamenn hans ekki hafa verið í vitorði með Rússum í tengslum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Þetta kemur fram í samantekt sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi þingmönnum fyrir skömmu. Rússarannsókninn svokölluðu er nú lokið og Barr segir að engar fleiri ákærur verði lagðar fram. Í bréfinu segir Barr að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Samkvæmt Barr neitaði Mueller að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Þess í stað tók hann saman margar yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að koma veg fyrir gang réttvísinnar. Barr segir Mueller taka sérstaklega fram að sú niðurstaða hans að leggja ekki mat á hvort ákæra eigi forsetann, sé hvorki til marks um sekt hans eða sakleysi. Ráðherrann segir enn fremur að hann og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, hafi komist að þeirri niðurstöður að sönnunargögn Mueller myndu ekki duga til að sakfella forsetann fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Hann segir þá ákvörðun ekki byggja á þeirri reglu Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Hann segist einnig vera meðvitaður um mikilvægi gagnsæis í tengslum við rannsókn Mueller og hann ætli að opinbera eins mikið af skýrslu rannsakands eins og lög og reglur leyfi honum.William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Sait Serkan GurbuzUmfangsmikil rannsókn Í bréfi Barr segir að Mueller hafi ráðið 19 lögmenn í Teymi sitt og þeir hafi verið aðstoðaðir af um 40 útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), greinendum leyniþjónusta, endurskoðenda og annarra sérfræðinga. Þeir lögðu fram rúmlega 2.800 stefnur, framkvæmdu nærri því 500 húsleitir, fengu rúmlega 230 samskiptagögn og rætt við um 500 vitni. Þá voru á fjórða tug einstaklinga ákærðir vegna rannsóknarinnar og þar af eru margir Rússar, sem tengjast leyniþjónustum Rússlands, og fyrrverandi kosningastjóri forsetans, aðstoðarkosningastjóri hans, ráðgjafi og þjóðaröryggisráðgjafi.Sjá einnig: Bandamenn, ráðgjafar og Rússar - Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi með markvissum hætti reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Þá með tölvuárásum og áróðri. Áróðurinn var framkvæmdur af „Tröllaverksmiðu“ Rússa í St. Pétursborg, sem kallast Internet Research Agency eða IRA. Starfsmenn IRA sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eina og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, og fölsk einkenni til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hófst starfsemi þeirra ekki seinna en árið 2014.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Starfsmenn leyniþjónusta Rússlands gerðu framkvæmdu einnig tölvuárásir í Bandaríkjunum með því markmiði að koma höndum yfir og dreifa upplýsingum til að hafa áhrif á kosningarnar. Þar á meðal er árás þeirra á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þaðan náðu þeir miklu magni tölvupósta sem birtir voru af Wikileaks.No Collusion, No Obstruction, Complete and Total EXONERATION. KEEP AMERICA GREAT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 24, 2019Fyrirsjáanleg viðbrögð Fyrstu viðbrögð við samantekt Barr eru nokkuð fyrirsjáanleg. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, segir Mueller ekki hafa fundið vísbendingar um samráð né að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar, sem er ekki rétt. Hún segir þó að Barr og Rosenstein hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetinn hefi ekki reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar og endar á því að Trump hafi verið hreinsaður af allri sök. Það er rauði þráðurinn í viðbrögðum stuðningsmanna Trump. Að forsetinn hafi verið hreinsaður af sök og nú sé hægt að kveða þennan draug sem Rússarannsóknin sé niður. Demókratar segja hins vegar að nauðsynlegt sé að öll skýrsla Mueller verði gerð opinber. Það sé eina leiðin til að fá lausn í málið og einhverjir þingmenn hafa gefið í skyn að Barr sé ekki treystandi fyrir samantekt úr skýrslunni. Barr var nýlega skipaður dómsmálaráðherra eftir að Trump rak Jeff Sessions. Trump hafði lengi verið reiður út í Sessions fyrir að hafa sagt sig frá Rússarannsókninni.Special Counsel Mueller worked for 22 months to determine the extent to which President Trump obstructed justice. Attorney General Barr took 2 days to tell the American people that while the President is not exonerated, there will be no action by DOJ. — (((Rep. Nadler))) (@RepJerryNadler) March 24, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber. 23. mars 2019 22:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00
Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber. 23. mars 2019 22:00
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04