Meira en nóg Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar