Kæra RÚV fyrir að segja að enginn hafi horft á Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2019 16:51 Hringbrautarmenn eru ósáttir við RÚV. Vísir/Vilhelm Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hefur ákveðið að kæra RÚV til fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins vegna misvísandi upplýsinga sem RÚV sendi fyrirtækjum um sjónvarpsáhorf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hringbraut en þar segir rangar upplýsingar hafi komið fram um áhorf í áttundu viku ársins 2019 á sjónvarpsstöð Hringbrautar hafi verið 0,0 prósent samkvæmt Gallup. Hringbraut áréttar að sjónvarpsstöðin tók ekki þátt í mælingum Gallup í áttundu viku ársins. Hringbraut styðst við MMR kannanir sem byggja á svörum yfir þúsund manns í hvert skipti, en í rafrænum mælingum Gallup er stuðst við 300-400 virka mæla. Kannanir MMR sýna svo ekki verður um villst að áhorf á Hringbraut er aldrei 0,0 prósent. T.d. horfa 52 prósent landsmanna 50 ára og eldri reglulega í hverri viku á sjónvarpsstöð Hringbrautar skv. MMR. Hringbraut segir að í upplýsingunum sem RÚV sendi út til fyrirtækja var sérstaklega tekið fram að þau gögn sýndu hlutdeild í sjónvarpsáhorfi meðal þeirra stöðva sem mældar eru í ljósvakamælingum Gallup, en ekki annarra ljósvakamiðla. Hringbraut segir það ekki standast skoðun því ljósvakamiðillinn Hringbraut hafi ekki tekið þátt í mælingum Gallup, en var þrátt fyrir það ekki einungis nefndur í gögnunum heldur var þar beinlínis fullyrt að áhorf á stöðina næmi 0,0 prósent. Misvísandi upplýsingar sem þessar eru til þess fallnar að valda Hringbraut fjárhagslegu tjóni, t.a.m. vegna mögulegrar auglýsingasölu, og þegar gert það að mati forsvarsmanna Hringbrautar. Því sér Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. ekki annan kost í stöðunni en að kæra RÚV til fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Fjölmiðlar Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hefur ákveðið að kæra RÚV til fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins vegna misvísandi upplýsinga sem RÚV sendi fyrirtækjum um sjónvarpsáhorf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hringbraut en þar segir rangar upplýsingar hafi komið fram um áhorf í áttundu viku ársins 2019 á sjónvarpsstöð Hringbrautar hafi verið 0,0 prósent samkvæmt Gallup. Hringbraut áréttar að sjónvarpsstöðin tók ekki þátt í mælingum Gallup í áttundu viku ársins. Hringbraut styðst við MMR kannanir sem byggja á svörum yfir þúsund manns í hvert skipti, en í rafrænum mælingum Gallup er stuðst við 300-400 virka mæla. Kannanir MMR sýna svo ekki verður um villst að áhorf á Hringbraut er aldrei 0,0 prósent. T.d. horfa 52 prósent landsmanna 50 ára og eldri reglulega í hverri viku á sjónvarpsstöð Hringbrautar skv. MMR. Hringbraut segir að í upplýsingunum sem RÚV sendi út til fyrirtækja var sérstaklega tekið fram að þau gögn sýndu hlutdeild í sjónvarpsáhorfi meðal þeirra stöðva sem mældar eru í ljósvakamælingum Gallup, en ekki annarra ljósvakamiðla. Hringbraut segir það ekki standast skoðun því ljósvakamiðillinn Hringbraut hafi ekki tekið þátt í mælingum Gallup, en var þrátt fyrir það ekki einungis nefndur í gögnunum heldur var þar beinlínis fullyrt að áhorf á stöðina næmi 0,0 prósent. Misvísandi upplýsingar sem þessar eru til þess fallnar að valda Hringbraut fjárhagslegu tjóni, t.a.m. vegna mögulegrar auglýsingasölu, og þegar gert það að mati forsvarsmanna Hringbrautar. Því sér Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. ekki annan kost í stöðunni en að kæra RÚV til fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins.
Fjölmiðlar Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira