Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2019 20:45 Signý Gunnarsdóttir, silkibóndi í Grundarfirði, með silkiormaegg. Silkiþræðir á borðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45