Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 10:34 Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Vísir/vilhelm Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32
Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43
Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30
Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46