Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Bláskógabyggð leyfir 30 manna gistiskála í Botnsúlum. Vísir/Vilhelm „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Samráð um þann grundvallarþátt málsins, hvort stofna skuli þjóðgarð á miðhálendinu, hefur ekki átt sér stað,“ segir í bókuninni. Að sögn sveitarstjórnarinnar er stöðugt vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir landsvæði innan eigin sveitarfélagsmarka. „Í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn til dæmis í viðhaldi vega, fráveitumálum og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika má búast við að heimamenn dragi sig til hlés. Gera má ráð fyrir að öll sú vinna og fjármagn sem heimafólk hefur lagt til hálendisins muni færast yfir til ríkisins,“ heldur sveitarstjórnin áfram. „Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað.“ Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin framkvæmdir við sex fjallaskála þar sem bæta á við gistiplássi fyrir samtals 230 manns. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Skipulag Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00 Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25 Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Samráð um þann grundvallarþátt málsins, hvort stofna skuli þjóðgarð á miðhálendinu, hefur ekki átt sér stað,“ segir í bókuninni. Að sögn sveitarstjórnarinnar er stöðugt vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir landsvæði innan eigin sveitarfélagsmarka. „Í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn til dæmis í viðhaldi vega, fráveitumálum og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika má búast við að heimamenn dragi sig til hlés. Gera má ráð fyrir að öll sú vinna og fjármagn sem heimafólk hefur lagt til hálendisins muni færast yfir til ríkisins,“ heldur sveitarstjórnin áfram. „Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað.“ Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin framkvæmdir við sex fjallaskála þar sem bæta á við gistiplássi fyrir samtals 230 manns.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Skipulag Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00 Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25 Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00
Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25
Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00