Í forystu í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun