Segir ákvörðun Conors að hætta ekki tengjast ásökun um kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 09:00 Conor McGregor hætti á sínum forsendum. vísir/getty Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni. Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni.
Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Sjá meira
Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30
ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21