Telur rekstraraðila hafa sýnt ákveðið ábyrgðarleysi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:59 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir rekstaraðila ferðaþjónustunnar með vafasaman túlkun á vinnulöggjöfinni. vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41
Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00