Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019 - 2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. vísir/vilhelm Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03