Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 19:15 Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent