Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:00 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, við bílastæðið hjá Kirkjufellsfossi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50