Samningsvilji en langt í land Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2019 06:00 Samingaviðræður við borð ríkissáttasemjara. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
„Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
„Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50